Garðlist fær nýja BendPak lyftu

Vinir okkar hjá Garðlist voru að fá nýja 4 pósta bílalyftu frá BendPak. Þetta er fullvaxin lyfta sem lyftir allt að 6.350 kg. Önnur brautin er færanleg og getur breidd verið frá 1.97 m til 2.31 m að utanmáli, lengd hennar er 5.81 m. Með henni fengu þeir færanlegan skæratjakk með lyftigetu upp á 3175 kg. sem hægt er að staðsetja hvar sem er undir bílnum, einnig er fáanleg 57 l drenpanna milli brautanna. Bæði eru með stillanlegt millibil eins og brautin. Sölumenn okkar veita allar upplýsingar um þessa frábæru lyftu. Þær má líka finna hér á heimasíðu BendPak .