Stál og stansar ehf var stofnað árið 1987. Upphaflega var fyrirtækið staðsett í Súðarvogi 48 í Reykjavik og starfsemin var stansa- og verkfærasmíði og rekstur renniverkstæðis. Þetta útskýrir nafn fyrirtækisins en margir hafa spurt hvers vegna fyrirtæki sem starfar í bílageiranum heiti þessu nafni. Stansa- og verkfærasmíðin varð ekki langlíf og bílaáhugi starfsmanna varð til þess að starfsemin þróaðist fljótlega í smíði og viðgerðir á drifsköftum, ýmsa rennivinnu og upphækkanir á jeppum.