Stál og Stansar starfrækja vel útbúið renniverkstæði sem er órjúfanlegur hluti af starfseminni. Fyrirtækið smíðar og selur ný drifsköft, gerir við og jafnvægisstillir hvort sem það er fyrir fólksbíla, jeppa, vöru- og flutningabíla, báta eða iðnvélar.

 

Við sinnum allri almennri rennivinnu og sérsmíði. Jafnvægisstillum drifsköft, dæluhjól, sveifarása og fleira.